Fylgd útfararþjónusta


Að missa náinn ástvin eða ættingja er erfið lífsreynsla. Spurningar sem varða útför eru margar. Þá er gott að geta leitað til aðila sem hafa þekkingu og reynslu á þeim þáttum.

Útfararþjónustan Fylgd var stofnuð 1995. 
Fylgd þjónustar Suðurland og höfuðborgarsvæðið. 

Starfsmenn Fylgdar smíða vistvænar kistur, bólstra að innan, sauma sængurföt og líkklæði.
Kisturnar okkar eru með hefðbundnu sniði og yfirleitt hvítlakkaðar, en hægt er að fá þær í ýmsum litum. Einnig smíðum við viðarkistur, leiðiskrossa og vistvæn duftker.

Við hjá Fylgd höfum að markmiði að veita trausta og persónulega þjónustu.

Gísli Gunnar Guðmundsson
útfararstjóri